ÁBYRGÐIN

Veiðar í sátt við umhverfið

Markmið Fiskkaupa er að stunda ábyrgar veiðar úr fiskistofnum á Íslandsmiðum og stuðla að sem bestri sátt við lífríki hafsins og umhverfið. Fyrirtækið hefur þá trú að mikilvægt sé að viðhalda heilbrigðu vistkerfi fyrir komandi kynslóðir, enda veltur framtíð fyrirtækisins á því. Fiskkaup leggja áherslu á að nota umhverfisvæn veiðarfæri við veiðarnar og er eingöngu notaður línuveiddur fiskur við framleiðsluna.

Ábyrgar fiskveiðar Íslendinga

Á Íslandi eru stundaðar ábyrgar veiðar í sátt við umhverfið og þorskveiðar Íslendinga hafa verið viðurkenndar sem slíkar samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum FAO. Fiskkaup eru stolt af því að setja merki um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga á pakkningar sínar. Nánari upplýsingar um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga má finna á vefsíðunni www.responsiblefisheries.is

MSC vottun

Fiskkaup hafa hlotið vottun MSC vegna veiða og framleiðslu á afurðum úr þorski, en MSC staðallinn er sá víðtækasti og virtasti í heiminum fyrir sjálfbærar fiskveiðar sem byggjast á vísindalegri ráðgjöf.