FISKURINN OKKAR

Gæða fiskur á veisluborðið

Fiskkaup leggja metnað sinn í að bjóða gæðafisk sem um leið býr yfir töfrum og hreinleika íslenskrar náttúru. Hráefnið á uppruna sinn í hreinu og köldu hafi við strendur Íslands, þar sem ábyrgar veiðar í sátt við umhverfið eru hafðar að leiðarljósi. Strangar gæðakröfur og vinnsluferlar tryggja kaupendum stöðug gæði vörunnar allt árið um kring.

Helstu sjávarafurðir Fiskkaupa eru blautverkaður gæðasaltfiskur, létt saltaður fiskur, fersk fiskflök, grásleppuhrogn og makríll.