FERSKUR FISKUR

Gerist ekki ferskari

Fiskkaup hafa í boði ferskan fisk af bestu gæðum sem völ er á. Eingöngu er notað hráefni frá eigin línubátum fyrirtækisins og er aflinn unninn um leið og bátarnir koma að landi. Innan tveggja sólarhringa frá veiðum getur þessi gæðavara verið orðin að dýrindisrétti á bestu veitingahúsum Evrópu eða á borðum ánægðrar fjölskyldu.

Strangt gæðaeftirlit á öllum stigum framleiðslunnar skilar neytendum þéttum, safaríkum, hvítum og einstaklega bragðgóðum fiski sem hvaða veitingahús sem er getur verið stolt af að hafa á sínum matseðli.

Hér að neðan má sjá myndir af ýmsum af þeim vörum sem í boði eru. Ef þig vantar nánari upplýsingar, hafðu þá samband og við aðstoðum þig.