GRÁSLEPPUHROGN

Sjálfbærar veiðar á grásleppu

Íslensk grásleppuhrogn þykja einstaklega bragðgóð og stinn og henta því vel til að framleiða úrvals kavíar. Á tímabilinu frá maí og fram í ágúst eru stundaðar sjálfbærar veiðar á grásleppu af smábátum í Reykjavík sem færa Fiskkaupum daglega ferskt hráefni. Fiskkaup vinnur hin viðkvæmu hrogn samdægurs. Fiskkaup er einn stærsti útflytjandi gæða grásleppuhrogna frá Íslandi.

Ef þig vantar nánari upplýsingar hafðu þá samband og við aðstoðum þig.