SALTAÐUR FISKUR

Gæðasaltfiskur er okkar sérgrein

Íslenskur saltfiskur er einstakur, enda hafa Íslendingar framleitt hann allt frá því á 18. öld fyrir kröfuharða neytendur í S-Evrópu og víðar.

Hjá Fiskkaupum er lögð höfuðáhersla á gæði saltfisksins til að skila neytendum þeim bragðgæðum, hvíta lit og þéttleika sem þeir kunna að meta. Allur saltfiskur er unninn úr ferskum fiski sem veiddur er á línu af eigin bátum fyrirtækisins.

Fiskkaup bjóða annars vegar uppá blautverkaðan saltfisk og hins vegar léttsaltaðan fisk.