BLAUTVERKAÐUR SALTFISKUR

Saltfiskur eins og hann gerist bestur

Fiskkaup hafa á boðstólum blautverkaðan gæðasaltfisk, flattan eða í flökum, tilbúinn til dreifingar til viðskiptavina.

Saltfiskurinn frá Fiskkaupum er unninn úr fersku hráefni sem veitt er á línu af eigin bátum fyrirtækisins. Með ströngu gæðaeftirliti á öllum stigum framleiðslunnar er hægt að bjóða einstaklega bragðgóðan, hvítan, þykkan og safaríkan saltfisk. Hér að neðan má sjá yfirlit um þær tegundir og stærðir sem í boði eru. Nánari upplýsingar má fá hjá sölufulltrúum Fiskkaupa.