Gæði og hollusta á diskinn
Fiskur er ekki aðeins bragðgóður, heldur er hann einnig mjög hollur. Fiskur er próteinríkur og inniheldur fjölda næringarefna sem eru líkamanum nauðsynleg. Sýnt hefur verið fram á með fjölda vísindalegra rannsókna að neysla á fiski hefur góð áhrif á heilsu fólks og mælir t.d. Landlæknisembættið með að Íslendingar snæði fisks í það minnsta tvisvar í viku. Íslendingar eru meðal mestu fiskneysluþjóða heims og kann það að skýra langlífi þjóðarinnar.
Fiskkaupum er annt um að neytendur njóti þess að snæða þá gæðavöru sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Til að gæði vörunnar skili sér alla leið á matardiskinn skiptir meðhöndlun vörunnar miklu máli og að sjálfsögðu þarf hugmyndaauðgi við eldamennskuna því möguleikarnir til að framreiða dýrindisrétti úr gæðafiski eru endalausir.
Hvernig á að útvatna saltfisk?
Hversu lengi er hægt að geyma saltfisk?
Hvernig er best að afþíða fisk?