FRÓÐLEIKUR
Hvernig á að útvatna saltfisk?
Áður en saltfiskur er matreiddur þarf að útvatna hann til að lækka saltstyrk.
- Útvötnun verður að fara fram í kæli og algengur útvötnunartími eru þrír sólarhringar.
- Látið renna ferskt kalt vatn í stórt ílát og leggið saltfiskinn í.
- Mælt er með u.þ.b. 3 lítrum af vatni á móti einu kílói af fiski og að skipt sé skipt um vatn a.m.k. þrisvar sinnum á útvötnunartímanum.
- Ef fiskurinn er útvatnaður í rennandi vatni nægir einn sólarhringur.
- Ef skipt er um vatn tvisar sinnum, eru notuð fimm lítrar af vatni fyrir hvert kíló af fiski. Eftir 36 klst er skipt um vatn og þá eru notuð 5-6 lítrar af vatni og aftur látnar líða 36 klst.
- Ef aldrei er skipt um vatn á útvötnunartíma þarf að gera ráð fyrir 18-20 lítrum af vatni á hvert kíló af fiski.
- Hafa þarf í huga að fiskstykki geta verið mjög misjöfn að þykkt. Útvötnunin gengur hraðar eftir því sem stykkin eru þynnri, en hægar ef um þykk hnakkastykki er að ræða. Því getur verið skynsamlegt að lengja útvötnunartímann þar til jafnvægi er komið á milli þunnra og þykkra bita og vatnsins.
- Þegar útvötnun fisksins er lokið verður að gæta að því að fiskurinn getur farið að skemmast þar sem saltið veitir ekki lengur rotvörn. Eftir útvötnun þarf því að kæla fiskinn eða frysta eins og um ferskan fisk sé að ræða ef hann er ekki matreiddur strax.