Jafnréttisáætlun Fiskkaupa hefur það að markmiði að gera góðan og eftirsóknaverðan vinnustað þar sem jafnrétti og vellíðan starfsmanna er í fyrirrúmi. Með jafnréttisáætlun uppfyllir Fiskkaup skyldu sína samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Jafnréttisáætlun þessari er ætlað að veita yfirsýn yfir starfsumhverfi og helstu réttindi og skyldur er lúta að jafnréttismálum. Þá er henni ætlað að leiðbeina starfsmönnum og stuðla að gagnkvæmum skilningi milli starfsmanns og vinnuveitanda um jafnréttismál.

Jafnréttisáætlun Fiskkaupa 2024-2027

Jafnlaunstefna Fiskkaupa 2024