UM FISKKAUP

Fjölskyldufyrirtæki
sem byggir á hefð

Fiskkaup eru fjölskyldufyrirtæki sem hefur í áratugi boðið kröfuhörðum kaupendum víða um heim gæðafisk úr ferskasta hráefni sem völ er á.

Fiskkaup leggja mikla áherslu á gæðaeftirlit á öllum stigum framleiðslunnar, allt frá því að bátar fyrirtækisins leggja úr höfn í Reykjavík og þar til varan er komin í hendur kaupenda. Öll aðstaða til vinnslunnar er fyrsta flokks og nýjasta tækni er nýtt til að tryggja stöðug gæði allt árið um kring.

Fiskkaup leggja áherslu á ábyrgar fiskveiðar í sátt við umhverfið og eru stolt af því að setja merki ábyrgra fiskveiðar Íslendinga á pakkningar sínar. Fyrirtækið hefur einnig fengið MSC vottun.

Fiskkaup njóta þeirra forréttinda að vinna með úrvalshráefni sem kemur úr hreinu hafi við strendur Íslands. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að bjóða gæðavöru sem færir neytendum um leið brot af þeim töfrum sem Ísland býr yfir.