HEFÐIN

Fiskveiðiþjóð í fremstu röð

Íslendingar eru fiskveiðiþjóð í fremstu röð sem séð hefur neytendum í Evrópu og víðar fyrir úrvals fiskmeti í margar aldir. Þjóðin hefur tileinkað sér nýjustu tækni við veiðar og vinnslu, en um leið sýnt ábyrgð og stundað sjálfbærar veiðar þar sem lögð er áhersla á að vernda fiskstofna og skila komandi kynslóðum góðu búi.

Verkun á saltfiski hefur verið stunduð á Íslandi frá því á 18. öld og var saltfiskur lengi ein mikilvægasta útflutningsvara Íslendinga. Enn í dag er saltfissútflutningur mikilvægur fyrir Íslendinga sem leggja mikinn metnað í að framleiða besta saltfisk í heimi. Stöðugt hefur verið unnið að bættum gæðum íslensks saltfisks, s.s. með bættri meðferð hráefnisins og aðferðum við verkun. Eitt af lykilatriðum þess að tekist hefur að tryggja mikil gæði og stöðugt framboð er að framleiðendur á saltfiski á Íslandi hafa haft fulla stjórn á vinnsluferlinu, allt frá veiðum og þar til varan fer á markað til kröfuharðra neytenda.

Fiskkaup er fjölskyldufyrirtæki sem byggir á þessari hefð og hefur unnið að framleiðslu á gæðasaltfiski óslitið í áratugi.