SKIPIN
Eigin útgerð er lykillinn
Lykillinn að því að Fiskkaup geti tryggt viðskiptavinum bestu vöruna og stöðug gæði allt árið um kring er að ráða yfir eigin skipum. Með því er tryggt framboð á því hráefni sem þörf er á hverju sinni og um leið að meðferð aflans sé af þeim gæðum sem óskað er.
Fiskkaup eiga og gera út beitningavélaskipið Kristrúnu RE-177 og krókaaflamarksbátinn Jón Ásbjörnsson RE-777. Afli báta félagsins er áætlaður tæp 3.500 tonn á ársgrundvelli.