FRAMLEIÐSLAN

Strangt gæðaeftirlit og nýjasta tækni

Fiskvinnsla Fiskkaupa er í nýju og glæsilegu húsnæði við höfnina í Reykjavík sem sérhannað var fyrir starfsemi fyrirtækisins. Öll aðstaða og tækjakostur er eins og best verður á kosið til að framleiða þá gæðavöru sem viðskiptavinir okkar vilja.

Vinnslan er mjög tæknivædd og mikil áhersla lögð á gæði afurða, enda eru afurðir Fiskkaupa mjög eftirsóttar á þeim mörkuðum sem gera mestar gæðakröfur. Gæðaeftirlit í fyrirtækinu er öflugt þar sem sýni af hráefni og afurðum eru tekin oft á dag og er meðhöndlun metin allt frá því fiskurinn kemur um borð og þar til hann er afhentur kaupanda. Innra eftirlitskerfi í samræmi við aðferðafræði HACCP er fylgt eftir í vinnslu og búnaði.