FRÓÐLEIKUR
Hversu lengi er hægt að geyma saltfisk?
- Óútvatnaður saltfiskur – Ef geyma á fiskinn eftir söltun í einhvern tíma er æskilegt að taka hann upp, hrista af honum saltið og strá nýju salti á flökin þegar þau eru sett í geymsluumbúðir. Mikilvægt er að geyma fiskinn í lokuðu íláti við kældar aðstæður (0-4°C) og ef vel hefur verið staðið að allri vinnslu og hreinlæti eru góðar líkur á að gæði varðveitist í marga mánuði.
- Útvatnaður saltfiskur – Geymist í kæli (0-4°C) í nokkra daga líkt og ferskur eða léttsaltaður fiskur. Ef hann á að geymast lengur, er best að frysta hann. Þannig getur hann geymst í einhverja mánuði.
- Léttsaltaður fiskur – Geymist í kæli (0-4°C) í nokkra daga líkt og ferskur eða útvatnaður fiskur. Ef geyma á hann lengur, er best að frysta hann. Þannig getur hann geymst í einhverja mánuði.
Hvernig er best að afþíða fisk?
- Hvort sem þú er með frosinn ferskan, léttsaltaðan eða útvatnaðan saltfisk er best að leyfa fiskinum að þiðna í kæli í nokkra klukkutíma.