Kaup á nýrri Kristrúnu
Fiskkaup keypti fiskiskipið Argos Froyanes í lok árs 2021. Skipið var línuskip, sem stundað hafði veiðar á tannfiski, en er nú gert út á grálúðunet hér heima. Skipið er smíðað 2001 og er 48,8 metrar á lengd og 11,03 á breidd. Í skipinu er búnaður til frystingar. Nýja skipið leysti Kristrúnu „gömlu“ af hólmien hún var smíðuð 1988 og afbragðsskip sem var selt. Nýja skipið siglir því undir nafninu Kristrún RE 177 og hefur skipaskrárnúmerið 3017. Skipið hefur reynst afskaplega vel í grálúðuveiðum langt norður í hafi þar sem veður geta verið mjög vond.